Hoppa yfir valmynd

Breytingar í barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 2202003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. febrúar 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fram minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1. febrúar 2022 um umdæmisráð barnaverndar. Rætt um stöðu mála vegna breytinga á barnaverndarþjónustu sveitarfélaga og samtal sveitarfélaganna á Vestfjörðum um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar. Sveitarstjóri og bæjarstjóri fóru yfir stöðu samtalsins milli sveitarfélaganna og næstu skref.
11. október 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir til tölvupóstur dags. 6. september frá Vestfjarðastofu þar sem vísað er í minnisblað sem sent var sveitarfélögunum í mars sl. Í minnisblaðinu eru tillögur frá félagsmálastjórum um mögulegar leiðir til samstarfs varðandi barnaverndarmálin.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við önnur sveitarfélag á Vestfjörðum.