Hoppa yfir valmynd

Umsókn um borun vinnsluholu - heitt vatn.

Málsnúmer 2202008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. febrúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 2. febrúar 2022. Í erindinu er sótt um heimild til dýpkunar á tveimur borholum undir Geirseyrarmúlanum sem og borun á tveimur nýjum holum. Markmið borananna er að kanna hvort nægjanlega heitt og mikið vatn finnist til að keyra fjarvarmaveituna á staðnum með varmadælu en rafketill veitunnar er að mestu keyrður á skerðanlegri orku. Rafmagnsverð skerðanlegrar orku hefur farið hækkandi og hlutfallslega meira en verð á forgangsorku. Verðmunurinn á milli skerðanlegrar orku og forgangsorku að óbreyttu dugar vart lengur til í hefðbundnu árferði að reka R/O veitur orkubúsins án taprekstrar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður eða með tölvupósti á vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir 7. mars 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.




16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 2. febrúar 2022. Í erindinu er sótt um heimild til dýpkunar á tveimur borholum undir Geirseyrarmúla Patreksfirði sem og borun á tveimur nýjum holum. Markmið borananna er að kanna hvort nægjanlega heitt og mikið vatn finnist til að keyra fjarvarmaveituna á staðnum með varmadælu, en rafketill veitunnar er að mestu keyrður á skerðanlegri orku. Rafmagnsverð skerðanlegrar orku hefur farið hækkandi og hlutfallslega meira en verð á forgangsorku. Verðmunurinn á milli skerðanlegrar orku og forgangsorku að óbreyttu dugar vart lengur til í hefðbundnu árferði að reka R/O veitur orkubúsins án taprekstrar. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 92. fundi sínum og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi skv. 13. gr skipulagslaga og í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44. gr. skipulagslaga verði ofangreind umsókn um framkvæmdaleyfi grenndarkynnt.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi og 44. gr. skipulagslaga. Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður eða með tölvupósti á vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir 7. mars 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.