Hoppa yfir valmynd

Önnur menningar- og ferðamál

Málsnúmer 2202025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Ráðið óskar eftir því að bæjarráð skoði að gera aðgenilegra í kringum minnisvarða Guðrúnar Valdadóttur fyrir gesti og jafnvel sett upp áningarsvæði sem og að bæta við upplýsingaskiltum.

Ráðið vonar að gerðar verði úrbætur í því að miðla áfram upplýsingum varðandi gönguleiðir í sveitarfélaginu. Menningar- og ferðamálafulltrúi ætlar að athuga hvort ekki sé hægt að gera það einhvern máta.

Ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri þróun að örnefni séu merkt ranglega í skjölum og skýrslum.




1. mars 2022 – Bæjarráð

Lögð fram bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 20. fundi ráðsins 15. febrúar 2022, þar sem ráðið beinir því til bæjarráðs að skoða hvort unnt sé að gera aðgengilegra í kringum minnisvarðar Guðrúnar Valdadóttur, setja upp áningarsvæði og bæta við upplýsingaskiltum.

Bæjarráð tekur vel í tillöguna og felur menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og skoða hvaða möguleikar séu til að bæta aðgengið.