Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn varðandi þjónustu um helgar.

Málsnúmer 2202026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. febrúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Grími Grétarssyni f.h. grásleppusjómanna á Patreksfirði, dags. 11.febrúar 2022 . Í erindinu er vakin athygli á fjölgun og nýliðun báta sem stunda grásleppuveiðar frá Patreksfirði og jafnframt óskað eftir því að settur verði á löndunargluggi um helgar þar sem ekki verði rukkað útkall á löndunaraðila.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að settur verði til prufu löndunargluggi á sunnudagsmorgnum á höfnum Vesturbyggðar á tímabilinu apríl og út ágúst 2022. Ekki verði rukkað sérstakt útkallsgjald á þessum tíma, tíminn skal vera frá 08:00-12:00 og þurfa bátar að vera komnir í land fyrir 11:30 ætli þeir sér að ná glugganum. Hafnarstjóra falið að útfæra frekar og koma í framkvæmd.