Hoppa yfir valmynd

Fjósadalur deiliskipulag sorpsöfnunnarsvæði

Málsnúmer 2202042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulag sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal á Patreksfirði, dagsett 13. janúar 2022. Fyrirhugað er að færa aðstöðu fyrir móttöku og flokkunaraðstöðu sorps á Patreksfirði í þeim tilgangi að bæta aðstöðu þjónustuverktaka. Deiliskipulagssvæðið er um 0,5 ha að stærð og er staðsett neðst í Fjósadal.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að deiliskipulag sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal á Patreksfirði, dags. 13. janúar 2022. Fyrirhugað er að færa aðstöðu fyrir móttöku og flokkunaraðstöðu sorps á Patreksfirði, í þeim tilgangi að bæta aðstöðu þjónustuverktaka. Deiliskipulagssvæðið er um 0,5 ha að stærð og er staðsett neðst í Fjósadal. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu á 93. fundi sínum.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óska eftir umsögn Veðurstofu Íslands um deiliskipulagið með tilliti til ofanflóða.

Samþykkt samhljóða.
19. september 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 9. maí 2022. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Fyrir liggur einnig undarskriftarlisti og athugasemdir frá íbúum við Hóla og Mýrar. Haldinn var fundur með íbúum Hóla og Mýra þann 12. september þar sem farið var yfir athugasemdir íbúa.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að kalla eftir staðbundnu hættumati frá Veðurstofu Íslands fyrir svæðið. Í ljósi ábendinga er bárust á auglýsingatíma er sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að láta taka prufuholur til að kanna jarðvegsaðstæður á svæðinu.
11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal Patreksfirði. Tillagan var tekin fyrir á 98. fundi skipulags- og umhverfisráðs 19. september 2022 þar sem málinu var frestað þar til staðbundið hættumat frá Veðurstofunni lægi fyrir. Veðurstofan sendi með tölvupósti dagsettum 7. mars 2023 bráðbirgðahættumat fyrir svæðið. Í hættumatinu kemur fram að svæðið sjálft sorpsvæðið er að megninu til á c-svæði en starfsmannaaðstaða innan A-svæðis.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu þar til endanlegt hættumat fyrir svæðið liggur fyrir.