Hoppa yfir valmynd

Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vinnutillaga um veglagningu á Dynjandisheiði

Málsnúmer 2202043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna vegar um Dynjandisheiði.

Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að gera heilsárssamgöngur mögulegar um Vestfjarðaveg, milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun í október 2020 en þau munu ekki nýtast að fullu fyrr en heilsársvegur hefur verið gerður yfir Dynjandisheiði.

Aðalskipulagsbreytingin heimilar tvær útfærslur á veglínu, leiðir D og F í umhverfismati Vegagerðarinnar, þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvor línan verður fyrir valinu við endurgerð vegarins. Breytingin heimilar einnig sex ný efnistökusvæði á skipulagssvæðinu.