Hoppa yfir valmynd

Sláttur og hirðing 2022-2024 Útboð

Málsnúmer 2202045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að útboði vegna slátturs og hirðingu á Bíldudal og Patreksfirði fyrir árin 2022-2024.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sláttur og hirðing á Bíldudal og Patreksfirði verði boðin út hjá Vesturbyggð til næstu þriggja ára. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að vinna að málinu áfram.




3. maí 2022 – Bæjarráð

Rætt um niðurstöðu útboðs á slætti í Vesturbyggð, Patreksfirði og Bíldudal. Eitt tilboð barst í verkið frá Guðmundi Birni Þórssyni f.h. óstofnaðs fyrirtækis, tilboðið hljóðaði upp á 12.511.154 kr.

Þar sem einungis einn aðili bauð í verkið eru komnar forsendur til þess að semja við tilboðsgjafa, því hafnar bæjarráð tilboðinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að óska eftir samtali við tilboðsgjafa um mögulegan samning um verkið.