Hoppa yfir valmynd

Greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi

Málsnúmer 2202048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. mars 2022 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútveg og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kynntu á Sjávarútvegsdeginum 2022.




14. mars 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram til kynningar greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútveg og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kynntu á Sjávarútvegsdeginum 2022.




16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kynntu í febrúar sl. Í greiningunni eru að finna yfirlit um það hvernig tekjur af sjávarútvegi og fiskeldis skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að þær tekjur sem verða til á svæðinu skili sér til þeirra sveitarfélaga þar sem sjávarútvegur og fiskeldi er stundað. Greining samtakana sýnir skýrt hversu lítið hlutfall gjalda verður eftir í þeim sveitarfélögum þar sjávarútvegur og fiskeldi fer fram og þar sem kröfur um þjónustu og aukna uppbyggingu innviða á sér stað. Mikilvægt er að stjórnvöld hefji sem fyrst endurskoðun á skiptingu þeirra tekna sem sjávarútvegur og fiskeldi er þegar að skila og tryggja þannig að sveitarfélag eins og Vesturbyggð fái auknar tekjur til að sinna hlutverk sínu.

Samþykkt samhljóða.