Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Selárdal. Ósk um breytingu á skipulagi.

Málsnúmer 2202049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um breytingu á deiliskipulagi Selárdals frá Loga Ragnarssyni og Jóhönnu Steingrímsdóttur, dagsett 4. mars 2022. Í erindinu er óskað eftir að staðsetningu tjaldsvæðis verði breytt eins og hún er sýnd í gildandi deiliskipulagi og reiturinn færður þar sem salernisaðstaða er staðsett í dag. Með erindinu fylgir samþykki Ríkiseigna, sem landeiganda, sem setur sig ekki upp á móti áformunum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að reitur sem, samkvæmt gildandi deiliskipulagi er skilgreindur sem tjaldsvæði verði skilgreindur sem hverfisverndarsvæði og nýr reitur fyrir tjaldsvæði skilgreindur sunnan við salernisaðstöðu.

Skipulags- og umhverfisráð vekur athygli á að ekki er formlegur rekstur á tjaldsvæði í Selárdal og mun þessi breyting ekki hafa áhrif á það.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir umsóknina og heimilar að farið verði af stað í óverulega breytingu á deiliskipulaginu sem verði grenndarkynnt fyrir húseigendum í Selárdal.




16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Selárdals frá Loga Ragnarssyni og Jóhönnu Steingrímsdóttur, dags. 4. mars 2022. Í erindinu er óskað eftir að staðsetningu tjaldsvæðis verði breytt eins og hún er sýnd í gildandi deiliskipulagi og reiturinn færður þar sem salernisaðstaða er staðsett í dag. Með erindinu fylgir samþykki Ríkiseigna, sem landeiganda, sem setur sig ekki upp á móti áformunum. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 93. fundi sínum að reitur sem, samkvæmt gildandi deiliskipulagi er skilgreindur sem tjaldsvæði verði skilgreindur sem hverfisverndarsvæði og nýr reitur fyrir tjaldsvæði skilgreindur sunnan við salernisaðstöðu. Þá vakti ráðið athygli á að ekki er formlegur rekstur á tjaldsvæði í Selárdal og mun breyting á deiliskipulagi ekki hafa áhrif á það. Þá samþykkti ráðið umsóknina og leggur til við bæjarstjórn að farið verði í óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir umsóknina og heimilar að farið verði af stað í óverulega breytingu á deiliskipulaginu sem verði grenndarkynnt fyrir húseigendum í Selárdal.

Samþykkt samhljóða.