Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 93

Málsnúmer 2203001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. mars 2022 – Bæjarstjórn

JÁ og ÞSÓ viku af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis við afgreiðslu bókunar á lið 14.1.

Lögð fram til kynningar fundargerð 93. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 10. mars 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tóku: Varaforseti, GE, FM og ÁS.

GE lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 14.1

"Ég fagna framkomnum metnaðarfullum byggingaráformum er varðar lóðina við Balar 1-2. En þar sem um verulegt byggingarmagn er að ræða myndi ég vilja grenndarkynna þetta fyrir fleiri húsum en þeim sem eru upptalin í bókuninni. Þannig að þetta verði kynnt líka fyrir íbúa raðhúsanna amk. fyrstu 2 íbúðum í hverju raðhúsi sem hafa þetta í sjónlínu. Vil ég líka taka undir bókun nefndarinnar er varðar ítarlegri gögn og að þau gögn sem verða grenndarkynnt , sýni þá þakgerð og hæð húsa sem verður endanleg á húsunum. Þannig að ekki sé leyfilegt að hækka húsin meira en því nemur, sbr fyrirvaran sem framkvæmdaraðili gefur sér í greinargerð að breyta þakgerð við lokahönnun. Það er óásættanlegt ef fengist að hækka þakið eftir kynninguna, sú teikninig sem liggur fyrir þessum fundi var með flötum þökum og hæðarlínur skv. því. Ef ætlun er að hækka það, skuli það kynnt nærliggjandi íbúðum þannig."

Undir lið 14.1 leggur bæjarstjórn til eftirfarandi viðbót við bókun skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynning á framkvæmdunum Bölum 2, Patreksfirði verði einnig kynnt eigendum fasteigna að Sigtúni 57-65, 49-55, 37-45, 29-33 sem og að byggingaáformin verði kynnt vel á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

JÁ og ÞSÓ komu aftur inná fundinn.