Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Balar 2, umsókn um byggingaráform.

Málsnúmer 2203041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Skemman Vatneyri ehf, dags. 6. mars 2022. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir tveimur fjölbýlishúsum við Bala 2, Patreksfirði. Um er að ræða tvö fjölbýlishús, bæði á tveimur hæðum með samtals 15-20 íbúðum. Áætluð stærð íbúða er á bilinu 40-90 m2. Erindinu fylgja teikningar unnar af Pro-Ark teiknistofu, dags. 4.mars 2022.

Til leiðréttingar þá er lóðin sem um ræðir Balar 2, ekki Balar 1-2 eins og framkvæmdaraðila hafði verið kynnt áður og hafði verið samþykkt á 90. fundi skipulags- og umhverfisráðs og 365. fundi bæjarstjórnar.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því við framkvæmdaraðila að frekari gögn verði útbúin fyrir grenndarkynninguna, svo sem ásýndarmynd þar sem húsið gæti haft áhrif á útsýni.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Bölum 4-6, 13, 15 og 17, Aðalstrætis 87a, 89,90, 92 og 97, Sigtúns 37, 49 og 57 og Brunnar 10, 12 og 14.


  • Grenndarkynning Balar 2 - Patreksfirði. Frá eiganda stjórnsýsluhúsins þar, Aðalstræti 92..pdf
  • Vesturbyggd 22.4.22 - Balar 4.pdf
  • Grendarkynning Balar 2 - Frá Keran og Birna.pdf
  • Balar 2 - frá Maggý H Keransd.pdf
  • Balar 6 - grenndarkynning.pdf
  • Sókn Balar 2.pdf



9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform vegna Bala 2 á Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt með auglýsingu frá 22. mars til 22. apríl 2022.

Alls bárust sex athugasemdir við auglýsingu grenndarkynningar sem beindust aðallega að miklu byggingarmagni á reitnum.

Í ljósi framkominna athugasemda og umfangs verkefnisins fer skipulags- og umhverfisráð fram á að framkvæmdaraðili ráðist í gerð deiliskipulags fyrir reitinn þar sem umfang verði minnkað og íbúðum fækkað frá grenndarkynningu.


  • Grenndarkynning Balar 2 - Patreksfirði. Frá eiganda stjórnsýsluhúsins þar, Aðalstræti 92..pdf
  • Vesturbyggd 22.4.22 - Balar 4.pdf
  • Grendarkynning Balar 2 - Frá Keran og Birna.pdf
  • Balar 2 - frá Maggý H Keransd.pdf
  • Balar 6 - grenndarkynning.pdf
  • Sókn Balar 2.pdf




Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun