Málsnúmer 2203046
10. mars 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 9. mars 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 4.9km kafla á Bíldudalsveg(63) um Mikladal. Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.
Áætlaður framkvæmdatími er 2 ár, stefnt verður að því að klára að leggja bundið slitlag á 2 km í ár og tæplega 3 á næsta ári, framkvæmdarlok eru 1. September 2023.
Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Vegagerðarinnar að hugað verði að nýjum gatnamótum Bíldudalsvegar(63) og Barðastrandarvegar(62) ofan kirkjugarðs á Patreksfirði á framkvæmdatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. mars 2022 – Bæjarstjórn
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 9. mars 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 4.9km kafla á Bíldudalsveg(63) um Mikladal. Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum. Áætlaður framkvæmdatími er 2 ár og stefnt verður að því að klára að leggja bundið slitlag á 2 km í ár og tæplega 3 km á næsta ári, framkvæmdarlok eru áætluð 1. september 2023. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 93. fundi sínum og beindi því til Vegagerðarinnar að hugað verði að nýjum gatnamótum Bíldudalsvegar(63) og Barðastrandarvegar(62) ofan kirkjugarðs á Patreksfirði á framkvæmdatíma.
Til máls tóku: Varaforseti og ÁS.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.