Hoppa yfir valmynd

Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 612003

Málsnúmer 2203047

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. mars 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.).

Frumvarpið er nú aftur birt í samráðsgátt með umsagnarfrest til 21. mars 2022. Vesturbyggð hafði áður skilað inn umsögn um breytingar á lögunum dags. 9. mars 2021.

Til viðbótar við fyrri umsögn vill Hafna- og atvinnumálaráð bæta inn í 3. gr frumvarpsins að stjórn hafna verði einnig heimilt að veita Fiskistofu og HMS aðgang að rafrænni vöktun hafna þegar um fjarvigtun er að ræða.
29. mars 2022 – Bæjarráð

Lagðar fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar dags. 21. mars 2022 og umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hafnarsambandsins og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 21. mars 2022 um drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.