Hoppa yfir valmynd

Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2203050

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins dags. 9. mars 2022 vegna móttöku flóttafólks. Í erindinu er leitað eftir þátttöku sveitarfélaga í móttöku flóttafólks vegna stríðsátaka. Bæjarstjóri fór yfir þær upplýsingar sem veittar voru á upplýsingafundi ráðuneytisins fyrr í dag.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu sem ekki er í notkun á ársgrundvelli að íhuga hvort það gæti nýst fyrir flóttafólk, að skrá slíkt húsnæði á vefsíðu Fjölmenningaseturs.

Þá tekur bæjarstjórn jákvætt í að kanna möguleika þess að verða þátttökusveitarfélag í móttöku flóttafólks og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.