Hoppa yfir valmynd

Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga vegna stríðsátaka í Úkraínu

Málsnúmer 2203051

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 10. mars 2022, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraníu og tekur undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraníu og lýsir yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraníu og íbúum þeirra.

Samþykkt samhljóða.