Hoppa yfir valmynd

Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Málsnúmer 2203081

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. mars 2022 – Bæjarráð

Rætt um fund svæðisráðs um vinnu við strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum, en fundurinn fór fram 22. mars sl. með hafnar- og sveitarstjórnum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð hvetur íbúa í Vesturbyggð til að kynna sér vel þau gögn sem þegar hafa verið birt inná hafskipulag.is
12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.

Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður var samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.

Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og hvetur skipulags- og umhverfisráð íbúa, hagsmunaaðila og aðra áhugasama til að kynna sér skipulagið.
13. apríl 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.

Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður hefur verið samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.

Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og eru íbúar, hagsmunaaðilar og aðrir hvattir til að kynna sér skipulagið.
3. maí 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Rætt um stöðu vinnu við strandsvæðaskipulag Vestfjarða.
28. júní 2022 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur Hrafnkels Ásólfs Proppé, sviðsstjóra Skipulagsstofnunar, dags.
15. júní 2022, þar sem kynntur er upplýsingafundur um tillögu að strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.

Upplýsingafundur á sunnanverðum Vestfjörðum var haldinn í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 22. júní 2022, kl. 12:00, og var öllum opinn.

Skipulagstillagan ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.

Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15. september 2022.

Bæjarráð vísar skipulagstillögunni til umsagnar í skipulags- og umhverfisráði og hafna- og atvinnumálaráði.
11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dagsettum 15. júní 2022 þar sem tilkynnt er um að hafin er kynning á Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða. Kynningin og umsagnartímabil mun standa til 15. september nk.

Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar skipulags- og umhverfisráðs en að tillagan verði send til hafnar- og atvinnumálaráðs og menningar- og ferðamálaráðs til umsagnar.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að haldinn verði fundur með fulltrúa sunnanverðra vestfjarða í svæðisráðinu.
12. júlí 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dagsettum 15. júní 2022 þar sem tilkynnt er um að hafin er kynning á Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða. Kynningin og umsagnartímabil mun standa til 15. september nk.

Málinu var vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar ráðsins, hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 96. fundi ráðsins þar sem óskað var eftir að haldinn yrði fundur með fulltrúa sunnanverðra vestfjarða í svæðisráðinu.
13. september 2022 – Bæjarráð

Strandsvæðaskipulag Vestfjarða rætt. Unnið er að umsögn sveitarfélagsins í samvinnu við hafna- og atvinnumálaráð og skipulags- og umhverfisráð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja tillögu að umsögn fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku.
19. september 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Með bréfi dagsett 5. júlí 2022 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn
Vesturbyggðar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi á Vestfjörðum.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra í samráði við formann ráðsins að koma tillögum að umsögn ráðsins til bæjarstjóra sem undirbýr umsögn sveitarfélagsins fyrir fund bæjarstjórnar.
19. september 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Með bréfi dagsett 5. júlí 2022 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn Vesturbyggðar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi á Vestfjörðum.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa í samráði við formann ráðsins að koma tillögum að umsögn ráðsins til bæjarstjóra sem undirbýr umsögn sveitarfélagsins fyrir fund bæjarstjórnar.
21. september 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fyrir erindi Skipulagsstofnunar, dags. 5. júlí 2022, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að strandsvæðaskipulagi Vestfjarða, sem unnið er á grundvelli laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Kynnt eru drög að umsögn Vesturbyggðar um tillöguna.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leggja lokahönd á drögin og senda Skipulagsstofnun fyrir hönd bæjarstjórnar.
1. desember 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Farið var yfir stöðu mála vegna vinnu við Strandsvæðisskipulag Vestfjarða, en LM situr í svæðisráði þess fyrir hönd sveitarfélaganna tveggja.

Til máls tóku: LM, JÁ, ÓÞÓ, ÞSS, GJ, SSS og AVR.

Afgreiðsla:
Samráðsnefndin var einróma um að mikilvægt væri að strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum verði staðfest af ráðherra og taki gildi og felur LM að gera grein fyrir þeirri afstöðu í svæðisráði Strandsvæðisskipulags Vestfjarða.