Málsnúmer 2203081
29. mars 2022 – Bæjarráð
Rætt um fund svæðisráðs um vinnu við strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum, en fundurinn fór fram 22. mars sl. með hafnar- og sveitarstjórnum á sunnanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð hvetur íbúa í Vesturbyggð til að kynna sér vel þau gögn sem þegar hafa verið birt inná hafskipulag.is
12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.
Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður var samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.
Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og hvetur skipulags- og umhverfisráð íbúa, hagsmunaaðila og aðra áhugasama til að kynna sér skipulagið.
13. apríl 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð
Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.
Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður hefur verið samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.
Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og eru íbúar, hagsmunaaðilar og aðrir hvattir til að kynna sér skipulagið.
3. maí 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Rætt um stöðu vinnu við strandsvæðaskipulag Vestfjarða.