Hoppa yfir valmynd

Aðalstræti 72. Fyrirspurn vegna aðkomu.

Málsnúmer 2204010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og Grím B. Grétarssyni dags. 2. janúar 2022. Í erindinu spurt fyrir um hvernig aðgengi að Aðalstræti 72 hafi verið hugsað fyrir slökkvi- og sjúkrabíla þegar gatan var hækkuð og hvort til séu uppdrættir sem sýna hvernig leysa megi aðkomu og bílastæðismál. Þá er einnig óskað eftir afstöðu Vesturbyggðar til mögulegrar innkeyrslu sem sýnd er í erindinu.

Skipulags- og umhverfisráð hefur ekki upplýsingar um hvernig aðgengismál að húsinu voru hugsuð þegar götunni var breytt á sínum tíma og þá upplýsti Byggingarfulltrúi að ekki hafi fundist neinir uppdrættir er sýna aðgengismál að húsinu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áform húseigenda að Aðalstræti 72 varðandi nýja aðkomu að húsinu, gæta skal við framkvæmd að tenging við Aðalstræti sé sem næst 90°.