Hoppa yfir valmynd

Snjómokstur Vesturbyggðar 2022

Málsnúmer 2204012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. apríl 2022 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. 8. apríl 2022. Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir snjómokstur það sem af er árinu 2022. Áætlaðar voru á árinu 2022 13,6 milljónir í snjómokstur en raunkostnaður er 22,3 milljónir.

Mjög óvenjulegar aðstæður hafa verið uppi og er óhætt að segja að snjómokstur á Patreksfirði og Bíldudal hafi verið sinnt með sóma og að brugðist hafi verið við með þeim hætti sem hægt var hverju sinni. Bæði stóðu verktakar sem og starfsmenn sveitarfélagsins sig vel.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2022 svo hægt verði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs.