Hoppa yfir valmynd

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf í Arnarfirði auglýst

Málsnúmer 2204013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. apríl 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 6. apríl 2022 þar sem vakin er athygli á tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði sem nú er í auglýsingu. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax í Arnarfirði, breyting felur í sér stækkun og breytingu svæða sem eldið hefur verið á. Athugasemdafrestur er til 5. maí 2022.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemd við breytingu starfsleyfisins.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.