Hoppa yfir valmynd

Skólamötuneyti á Bíldudal

Málsnúmer 2204016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. apríl 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lögð fyrir drög að útboði á þjónustu við mötuneyti Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku. Boðið verður út til þriggja ára með mögulegri framlengingu til eins
árs, mest tvisvar sinnum. Auglýsing verður birt á heimsíðu Vesturbyggðar




3. maí 2022 – Bæjarráð

Lögð fram drög að útboðs- og verklýsingu fyrir mötuneyti á Bíldudal. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstur mötuneytisins verði boðin út og samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Málinu vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.




11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að útboðslýsingu á þjónustu við mötuneyti Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku á Bíldudal. Bæjarráð tók drögin fyrir á 940. fundi sínum 3. maí 2022 og samþykkti drögin fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarstjórnar.

Varaforseti leggur til að drögin verði samþykkt og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs ljúki við útboðslýsingu og auglýsi útboð á þjónustu mötuneytis á Bíldudal.

Til máls tók: Varaforseti

Samþykkt samhljóða




15. júní 2022 – Bæjarráð

Engin tilboð bárust í skólamötuneyti á Bíldudal og hefur verið auglýst eftir matráð, umsóknarfrestur rennur út 17. júní nk.