Hoppa yfir valmynd

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

Málsnúmer 2204024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka.
13. apríl 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 94. fundi sínum:

"Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka."

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna m.v. athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 og að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 94. fundi sínum:

"Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka."

Á 39. fundi hafna- og atvinnumálaráðs samþykkti ráðið tillöguna m.v. athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs og lagði til við bæjarstjórn að heimiluð yrði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 og að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti,GE,FM

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka.
11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun Íslands en tillagan var send til umsagnar til Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestjfarða og Veðurstofu Íslands.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að lóðin að Bjarkargötu 9 verði felld út af skipulaginu, með það í huga að sú lóð verði nýtt undir lítið fjölbýli, að öðru leyti leggur ráðið til að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. júlí 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til ráðsins frá 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun Íslands en tillagan var send til umsagnar til Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að lóðin að Bjarkargötu 9 yrði felld út af skipulaginu, með það í huga að sú lóð verði nýtt undir lítið fjölbýli, að öðru leyti lagði ráðið til að tillagan yrði samþykkt.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. júlí 2022 – Bæjarráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun Íslands en tillagan var send til umsagnar til Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti að lóðin að Bjarkargötu 9 yrði felld út af skipulaginu, með það í huga að sú lóð verði nýtt undir lítið fjölbýli, að öðru leyti lagði ráðið til að tillagan yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.