Hoppa yfir valmynd

Menntastefna Vestfjarða

Málsnúmer 2204049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. maí 2022 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar erindi frá Vestfjarðastofu dags. 8. apríl 2022 um gerð Menntastefnu Vestfjarða.




25. október 2023 – Bæjarráð

Kynnt eru drög að menntastefnu Vestfjarða, sem bárust með tölvupósti Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu 13. október 2024. Óskað er eftir að ábendingar, viðbætur og hugmyndir til að vinna með menntastefnuna verði sendar framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu fyrir föstudaginn 10. nóvember n.k. Þegar búið verður að taka tillit til athugasemda verður lokaeintak menntastefnunnar send sveitarfélögunum til umsagnar. Óskað er eftir því að fræðslu- og æskulýðsráð og bæjarráð geri athugasemdir, ef einhverjar eru við drögin að menntastefnunni.

Bæjarráð vísar erindinu áframt til afgreiðslu hjá fræðslu- og æskulýsðsráði Vesturbyggðar.




8. janúar 2024 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Drög að menntastefnu Vestfjarða lögð fram til kynningar. Vestfjarðastofa hefur verið í forsvari við vinnu að menntastefnu Vestfjarða og felur stefnan í sér sameiginlegar hugsjónir og áherslur íbúa á Vestfjörðum í menntunar-og færðslumálum. Stefnan nær til fjórðungins alls og er hún hugsuð sem heildræn sýn fyrir öll skólastig.