Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum

Málsnúmer 2205012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. maí 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Rætt um samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum og bókun sveitarfélaganna 12. apríl sl. vegna umfjöllunar um ferjuna Baldur. Í kjölfarið óskuðu fulltrúar sveitarfélaganna eftir fundi með Vegagerðinni, Samgöngustofu, innviðaráðherra og formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Sá fundur fór fram 25. apríl 2022 og voru umræður þar um samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum gagnlegar en betur má en duga skal. Vegir á sunnanverðum Vestfjörðum koma illa undan vetri og segja má að þeir séu meira og minna ónýtir. Nauðsynlegt er að brugðist verði við alvarlegri stöðu vega á sunnanverðum Vestfjörðum hið fyrsta. Sveitarfélögin reikna með aðgerðum að hálfu Vegagerðarinnar þó verkefnið virðist vaxa stofnuninni í augum. Sveitarfélögin óska eftir að fá aðgerðaráætlun Vegagerðarinnar um hvernig brugðist verði við þessu alvarlegu ástandi á sunnanverðum Vestfjörðum.


  • Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 64 (3.5.2022) - Samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum.pdf



11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram bókun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps frá 64. fundi nefndarinnar 3. maí sl. þar sem rætt var um bágborið ástand vega á sunnanverðum Vestfjörðum.

Varaforseti leggur fram eftirfarandi tillög að bókun. Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun samráðsnefndar um ástand vega á svæðinu. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að taka málið alvarlega og bregðast tafarlaust við ástandinu og upplýsa íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um þær aðgerðir sem farið verði í til að bæta ástand veganna.

Til máls tóku: Varaforseti, MJ, JG og bæjarstjóri.

Samþykkt samhljóða


  • Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 64 (3.5.2022) - Samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum.pdf




Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun