Hoppa yfir valmynd

Móra ehf. Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2205018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Móru ehf. ódags. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur gámum við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Umsókninni fylgir teikning sem sýnir staðsetningu og uppröðun gámanna.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjenda um nýtingu gámanna og áform á lóðinni.




10. nóvember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn Móru ehf. um stöðuleyfi fyrir gámum við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Á 95. fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði skipulags- og umhverfisráð eftir frekari upplýsingum frá umsækjenda um nýtingu gámanna og áform á lóðinni og frestaði málinu. Óskað var eftir upplýsingum um með hvaða hætti ætti að leysa þessa þörf til lengri tíma.

Með tölvupósti dags. 5.11.2022 er sótt um varanlegt leyfi fyrir tveimur gámum á grunni er stendur við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Annar gámurinn er ætlaður undir hænur og dúfur og hinn undir dót er tengist Móru ehf. Þá eru áform um að mála gámana svo þeir falli betur inn í umhverfið.

Stöðuleyfi eru einungis gefin út til að hámarki 12 mánaða í senn og eru stöðuleyfi hugsuð sem tímabundnar lausnir. Lóðin sem um ræðir er í eigu sveitarfélagsins og staðsett við þjóðveginn við Krossholt. Þá samræmast áformin ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð fellst ekki á varanlegt leyfi m.v. lýsingar í framkominni umsókn. Ef ætlunin er að einingarnar standi til frambúðar væri um byggingarleyfisskylda framkvæmd að ræða, með tilheyrandi teikningum og gögnum.