Málsnúmer 2205020
9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. maí 2022 – Bæjarstjórn
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu á 95. fundi sínum 10. maí sl. og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst.
Til máls tók: Varaforseti,
Bæjarstjórn staðfestir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.