Málsnúmer 2205024
9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.
Erindi frá M11 arkitektum f.h. Búbíl ehf, dags. 05.05.2022. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum vegna viðbyggingar við Dalbraut 1 á Bíldudal ásamt breyttu innra skipulagi og útlitsbreytingum. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 arkitektum dags. 05.05.2022.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna áformin. Grenndarkynna skal áformin fyrir Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.
Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.