Hoppa yfir valmynd

Dalbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2205024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.

Erindi frá M11 arkitektum f.h. Búbíl ehf, dags. 05.05.2022. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum vegna viðbyggingar við Dalbraut 1 á Bíldudal ásamt breyttu innra skipulagi og útlitsbreytingum. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 arkitektum dags. 05.05.2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna áformin. Grenndarkynna skal áformin fyrir Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.

Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.




11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.

Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Dalbraut 1 á Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt frá 10. maí til 10. júní 2022 með auglýsingu á heimasíðu Vesturbyggðar sem og send sérstaklega til lóðarhafa við Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.

Grenndarkynning hefur farið fram skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.

Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.




14. júlí 2022 – Bæjarráð

Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Dalbraut 1 á Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt frá 10. maí til 10. júní 2022 með auglýsingu á heimasíðu Vesturbyggðar sem og send sérstaklega til lóðarhafa við Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.

Grenndarkynning hefur farið fram skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga og engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að heimilt verði að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.