Hoppa yfir valmynd

Strandgata 13. Fyrirspurn varðandi klæðningu

Málsnúmer 2205033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá eigendum Strandgötu 13, Patreksfirði, dags. 10.maí 2022. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs varðandi það að klæða húsið að Strandgötu 13 með bárujárni.

Í deiliskipulagi ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra er getið á um hverfisvernd húsa. Húsið að Strandgötu 13 er flokkað með hátt varðveislugildi í skipulaginu og þar segir eftirfarandi um húsið:

Strandgata 11-17: Samsvarandi hús sem hönnuð voru af smiðum á staðnum, steinsteypuöld gengin í garð og funkisinn rétt handan við hornið. Samhengið við hin húsin eykur varðveislugildi.

Þá segir einnig í sama kafla skipulagsins að endurbætur á húsum og mannvirkjum skuli færa þau nær upphaflegri gerð.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum um útlit hússins.




8. mars 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Einhamar ehf og Yxnhamar ehf, dags. 17. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um leyfi til að klæða húsið að Strandgötu 13, Patreksfirði að utan með bárujárni. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 8. febrúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin.