Málsnúmer 2206011
11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 23. maí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21b með það í huga að nýta gamla miðlunartankinn sem er á lóðinni sem undirstöðu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
14. júlí 2022 – Bæjarráð
Þórkatla S. Ólafsdóttir vék af fundi.
Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 23. maí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21b með það í huga að nýta gamla miðlunartankinn sem er á lóðinni sem undirstöðu.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að úthlutunin yrði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir að Oddi Þ. Rúnarssyni verði úthlutuð byggingarlóðin að Urðargötu 21b, Patreksfirði.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.