Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárhagsstaða 2022.

Málsnúmer 2206022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2022 – Bæjarráð

Lagðar fram rekstrartölur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Útsvarstekjur eru yfir áætlun eða um 14% og rekstrartekjur í heild um 11,4% yfir áætlun.
Rekstrargjöld eru á áætlun. Fjármunatekjur og gjöld eru 18% yfir áætlun. Til samanburðar er áætlunartölum skipt niður á mánuði í hlutfalli við raunbókanir ársins 2021. Gert var ráð fyrir því að reksturinn fyrir árið 2022 myndi skila 44 milljónum í hagnað fyrir árið. Skv. niðurstöðum fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins er rekstrarniðurstaðan fyrir það tímabil 46,5 milljónir.




4. október 2022 – Bæjarráð

Lagðar fram rekstrartölur fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Rekstrartekjur eru yfir áætlun eða um 8% og rekstrartekjur í heild um 9% yfir áætlun.

Gert er ráð fyrir því í áætlun með viðaukum að reksturinn fyrir árið 2022 skili 83 milljónum í hagnað fyrir árið. Skv. niðurstöðum fyrir fyrstu átta mánuði ársins er rekstrarniðurstaðan fyrir það tímabil jákvæð um 48 milljónir.

Rekstrargjöld eru á áætlun. Fjármunatekjur og gjöld eru 40% yfir áætlun og stafar það af því að verðbólga er mun hærri en gert var ráð fyrir í áætlun.