Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

Málsnúmer 2206023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2022 – Bæjarráð

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2022 vegna áætlunar 2023 - 2026 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Bæjarráð staðfestir reglurnar í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
19. september 2022 – Bæjarráð

Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2023 - 2026 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi.
9. nóvember 2022 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026. Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun 2023 - 2026. Jafnframt var lögð fram til kynningar útkomuspá 2023 fyrir rekstur samstæðunnar. Gert er ráð fyrir 55 millj.kr. jákvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.
17. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og 3 ára áætlun 2024-2026.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3 ára áætlun 2024-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 23. nóvember nk.
23. nóvember 2022 – Bæjarstjórn

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2023, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2023-2026.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og 4ra ára áætlun 2023-2026 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 14. desember nk. kl. 17:00.

Samþykkt samhljóða
12. desember 2022 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og 3 ára áætlun 2024-2026.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3 ára áætlun 2024-2026 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 14. desember nk.
14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2023 ásamt 3ja ára áætlun 2024-2026.

Rekstur A - og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 252 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 170 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 81,6 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 317,9 millj.kr. Fjárfestingar eru 452 millj.kr., afborganir langtímalána 182 millj.kr. og lántökur 320 millj.kr.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 104,6 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 124 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 19,8 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 148 millj. kr. Fjárfestingar eru 315,8 millj.kr. og afborganir langtímalána 133,7 millj.kr.

Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð.

Í tilviki Vesturbyggðar á þetta við um eftirtalin samrekstrarverkefni:

- Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
- Fjórðungssamband Vestfirðinga
- Náttúrustofa Vestfjarða

Áætlanir framangreindra rekstrareininga fyrir árin 2023 til 2026 um rekstur, efnahag og sjóðsstreymi liggja ekki fyrir og því hafa áhrif þeirra ekki verið verið færð í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Þegar samþykktar fjárhagsáætlanir framangreindra rekstrareininga liggja fyrir á viðeigandi formi er fyrirhugað að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023 til 2026.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóra, ÁS og GE.

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.