Hoppa yfir valmynd

Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021

Málsnúmer 2206039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. júní 2022 – Bæjarráð

Tekið fyrir til kynningar erindi Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga (EFS) dags. 22. júní 2022. Í bréfinu vekur EFS athygli á því að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið nefndarinnar í A- hluta.

Vesturbyggð uppfyllir öll lágmarksviðmið fyrir A- og B-hluta en fyrir A-hluta er rekstrarniðurstaða neikvæð. Jafnframt ætti framlegð sem hlutfall af tekjum að vera 9,4% fyrir A-hluta miðað við 94% skuldaviðmið. Framlegðin samkvæmt ársreikningi 2021 er 6,4% sem er aðeins fyrir neðan lágmarksviðmið nefndarinnar. Aftur á móti er veltufé frá rekstri fyrir ofan lágmarksviðmið í bæði A-hluta og A- og B-hluta.

Bréfið er almennt bréf sem sent var til allra sveitarfélaga sem uppfylltu ekki eitthvað af þeim lágmarksviðmiðum sem EFS hefur sett sér.

Ekki er óskað eftir viðbrögðum við bréfinu.