Málsnúmer 2207003
11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2, uppdráttur og greinargerð dagsett 22. júní 2022. Skipulagið er unnið af Landhönnun slf.
Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með 4 greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. JG sat hjá við atkvæðagreiðslu og lætur bóka að hún hafi talið æskilegra að deiliskipulagið hafi tekið mið af núverandi fjölbýlishúsi við Bala 4-6 og væri samsíða því húsi, líkt og önnur fjölbýlishús á svæðinu.
14. júlí 2022 – Bæjarráð
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2, uppdráttur og greinargerð dagsett 22. júní 2022. Skipulagið er unnið af Landhönnun slf.
Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna með 4 greiddum atkvæðum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. JG sat hjá við atkvæðagreiðslu og lætur bóka að hún hafi talið æskilegra að deiliskipulagið hafi tekið mið af núverandi fjölbýlishúsi við Bala 4-6 og væri samsíða því húsi, líkt og önnur fjölbýlishús á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.