Hoppa yfir valmynd

Balar 2 - deiliskipulag

Málsnúmer 2207003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2, uppdráttur og greinargerð dagsett 22. júní 2022. Skipulagið er unnið af Landhönnun slf.

Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna með 4 greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. JG sat hjá við atkvæðagreiðslu og lætur bóka að hún hafi talið æskilegra að deiliskipulagið hafi tekið mið af núverandi fjölbýlishúsi við Bala 4-6 og væri samsíða því húsi, líkt og önnur fjölbýlishús á svæðinu.




14. júlí 2022 – Bæjarráð

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2, uppdráttur og greinargerð dagsett 22. júní 2022. Skipulagið er unnið af Landhönnun slf.

Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna með 4 greiddum atkvæðum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. JG sat hjá við atkvæðagreiðslu og lætur bóka að hún hafi talið æskilegra að deiliskipulagið hafi tekið mið af núverandi fjölbýlishúsi við Bala 4-6 og væri samsíða því húsi, líkt og önnur fjölbýlishús á svæðinu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.




19. september 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Bala 2 á Patreksfirði. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30. ágúst 2022. Fyrir liggur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt athugasemdum sem bárust við tillöguna og mögulegum viðbrögðum við athugasemdunum.

Skipulags- og umhverfisráð fer fram á að deiliskipulagið lýsi betur efnisvali, þakgerð og útliti byggingar. Lóðin og húsið verður áberandi í landslagi og götumynd svæðisins því er mikilvægt að vandað verði til verka við lokahönnun á byggingunni. Hámarksfjöldi íbúða verði takmarkaður við 13 íbúðir og að miðað verði að meðaltali við 1,5 bílastæði fyrir hverja íbúð. Skipulags- og umhverfisráð fer fram á að skilgreindir verði sérafnotafletir á lóð fyrir íbúðir á neðri hæð og svalir á efri hæðum. Þá þarf að gera grein fyrir fyrirkomulagi sorpgeymslna á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að endurbætt tillaga verði send aftur til ráðsins fyrir endanlega afgreiðslu.




17. október 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2. Um er að ræða endurbætta tillögu en á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði ráðið eftir að gerðar yrðu lagfæringar á tillögunni áður en hún yrði endanlega samþykkt til afgreiðslu.

Skipulags- og umhverfisráð telur að fullnægjandi lagfæringar hafi verið gerðar á skipulagstillögunni en þær fela í sér að bílastæðum hefur verið fækkað og grænt svæði stækkað á milli Bala 2 og Bala 4 og 6. Ítarlegri skilmálar eru um útlit byggingar s.s. er varða efnisval, uppbrot og svalir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




20. október 2022 – Bæjarstjórn

Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Einar Helgason tekur sæti á fundinum fyrir hönd Jóns Árnasonar og Tryggvi Bjarnason tekur sæti á fundinum fyrir hönd Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur.

Varaforseti Friðbjörn Steinar Ottósson tók við stjórn fundarins.

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2. Um er að ræða endurbætta tillögu en á 98. fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði ráðið eftir að gerðar yrðu lagfæringar á tillögunni áður en hún yrði endanlega samþykkt til afgreiðslu.

Skipulags- og umhverfisráð taldi að fullnægjandi lagfæringar hafi verið gerðar á skipulagstillögunni en þær fela í sér að bílastæðum hefur verið fækkað og grænt svæði stækkað á milli Bala 2 og Bala 4 og 6. Ítarlegri skilmálar eru um útlit byggingar s.s. er varða efnisval, uppbrot og svalir.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ásgeir Sveinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir komu aftur inn á fundinn.

Tryggvi Bjarnason og Einar Helgason véku af fundi.

Jón Árnason tók aftur við stjórn fundarins.