Hoppa yfir valmynd

Húsfélagið Sigtún 57-67 Fundargerðir og fl.

Málsnúmer 2207017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. júlí 2022 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lögð fram til afgreiðslu fundargerð aðalfundar Húsfélags Sigtúns 57-67. Taka þarf afstöðu til kostnaðarhlutdeildar Vesturbyggðar í fyrirhuguðum framkvæmdum við viðhald á raðhúsalengju. Áætlaður viðbótarkostnaður við hvora íbúð eftir að búið er að greiða út úr framkvæmdasjóð þá upphæð sem til er þar, er:

Sigtún 59 kr. 1.863.127.- og
Sigtún 67 kr. 1.452.848.-

Stjórn Fasteigna Vesturbyggða samþykkir ofangreindar framkvæmdir fyrir sitt leyti og vísar því áfram til bæjarráðs til samþykktar.
4. ágúst 2022 – Bæjarráð

Lögð fram til afgreiðslu fundargerð aðalfundar fyrir Húsfélagið Sigtún 57-67. Taka þarf afstöðu til kostnaðarhlutdeildar Vesturbyggðar í fyrirhuguðum framkvæmdum við viðhald á raðhúsalengju. Áætlaður viðbótarkostnaður við hvora íbúð eftir að búið er að greiða út úr framkvæmdasjóð þá upphæð sem til er þar, er.

Sigtún 59 kr. 1.863.127.- og
Sigtún 67 kr. 1.452.848.-

Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar hafði áður tekið málið fyrir og vísað því áfram til bæjarráðs til samþykktar.

Bæjarráð Vesturbyggðar vísar málinu áfram til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2022.