Hoppa yfir valmynd

Ketildalir, Arnarfirði. Framkvæmdaleyfi ljósleiðari og rafmagn.

Málsnúmer 2207019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Vesturbyggð, dags 8.júlí 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í Ketildölum, Arnarfirði. Erindinu fylgir samþykki landeiganda í Hringsdal og Hvestu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjavarðar liggur fyrir sem og samþykki Vegagerðarinnar og landeigenda Grænuhlíðar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Skipulags- og umhverfisráð kallar eftir hnitsetningu á lagnaleiðinni þegar verkinu er lokið.




14. júlí 2022 – Bæjarráð

Erindi frá Vesturbyggð, dags 8.júlí 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í Ketildölum, Arnarfirði. Erindinu fylgir samþykki landeiganda í Hringsdal og Hvestu og Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 96. fundi sínum að að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi þegar jákvæð umsögn Minjavarðar liggur fyrir sem og landeigenda Grænuhlíðar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Skipulags- og umhverfisráð kallar eftir hnitsetningu á lagnaleiðinni þegar verkinu er lokið.

Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ofangreindum fyrirvörum.