Hoppa yfir valmynd

Veiðileyfi í Vesturbotni - Lúsasmit og heisufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum

Málsnúmer 2207021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2022 – Bæjarráð

Erindi frá Evu D. Jóhannesdóttur, verkefnastjóra Rorum, dags. 8.júlí. Í erindinu er óskað eftir leyfi Vesturbyggðar til að stunda veiðar inní Vesturbotni að landi Vesturbyggðar í Patreksfirði. Tilgangur veiðanna er að kanna lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Evu D. Jóhannesdóttur, verkefnastjóra Rorum verði heimilt að veiða lax inní Vesturbotni að landi Vesturbyggðar í Patreksfirði.