Hoppa yfir valmynd

Samráð á skipulagsstigi vegna samgangna

Málsnúmer 2207024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2022 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dags. 12. júlí. Í erindinu er vakin athygli á mikilvægi samráðs á skipulagsstigi vegna samgangna enda séu góðar samgöngur og umferðaröryggi hagsmunir allra.

Þá er vakin athygli á leiðbeiningum sem heita "Vegir og Skipulag" sem er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með leiðbeiningunum er ætlað að stuðla að skilvirku samráðsferli og leitast við að lágmarka óvissu um ábyrgð og skyldur aðila.