Hoppa yfir valmynd

Notkun ásætuvarna á sjókvíar á vegum Arctic Sea Farm í Arnarfirði - Ósk um umsögn

Málsnúmer 2207025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. ágúst 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. júlí 2022 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna tilkynningar Arctic Sea Farm um notkun ásætuvarna á sjókvíar á vegum fyrirtækisins í Arnarfirði samkvæmt 19. gr. laga nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögnum um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi.

M.v. framlagða tilkynningu telur Skipulags- og umhverfisráð að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrirhugðum áformum og umhverfisáhrifum þeirra. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.