Hoppa yfir valmynd

Móberg, Rauðasandi - Endurheimt votlendis, framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2208010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. ágúst 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Votlendissjóði, dags. 10. ágúst. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni eigenda fyrir endurheimt votlendis á um 55ha svæði á jörðinni Móberg, Rauðasandi. Áætlaður framkvæmdatími er ágúst og september 2022.

Landgræðslan hefur mælt losun svæðisins og staðfest. Starfsmenn hennar stýra verkinu sem verður unnið af verktakanum Þotunni frá Bolungavík og undirverktaka hennar frá Tálknafirði.

Samkvæmt umsókninni hefur enginn búskapur verið stundaður á Móbergi síðan 1995. Á fyrirhuguðu endurheimtasvæði er lítill landhalli. Engar minjar eru skráðar á jörðinni (kortavefur Minjastofnunar Íslands). Syðst á svæðinu er einn raflínustaur, endurheimtin mun ekki hafa áhrif á línuna eða framtíðar áform er línan verður lögð í jörðu. Erindinu fylgir yfirlitsmynd af landinu, samantekt frá RFK ráðgjöf dags. 11.02.2022 ásamt kynningarriti Skipulagsstofnunar um Endurheimt votlendis.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfis nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar. Ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.




17. ágúst 2022 – Bæjarstjórn

Erindi frá Votlendissjóði, dags. 10. ágúst. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni eigenda fyrir endurheimt votlendis á um 55ha svæði á jörðinni Móberg, Rauðasandi. Áætlaður framkvæmdatími er ágúst og september 2022.

Landgræðslan hefur mælt losun svæðisins og staðfest. Starfsmenn hennar stýra verkinu sem verður unnið af verktakanum Þotunni frá Bolungavík og undirverktaka hennar frá Tálknafirði.

Samkvæmt umsókninni hefur enginn búskapur verið stundaður á Móbergi síðan 1995. Á fyrirhuguðu endurheimtasvæði er lítill landhalli. Engar minjar eru skráðar á jörðinni (kortavefur Minjastofnunar Íslands). Syðst á svæðinu er einn raflínustaur, endurheimtin mun ekki hafa áhrif á línuna eða framtíðar áform er línan verður lögð í jörðu. Erindinu fylgir yfirlitsmynd af landinu, samantekt frá RFK ráðgjöf dags. 11.02.2022 ásamt kynningarriti Skipulagsstofnunar um Endurheimt votlendis.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 97. fundi sínum þar sem samþykkt var að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar. Ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar.