Hoppa yfir valmynd

Eyrargata 5. Ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis

Málsnúmer 2208012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. ágúst 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Óskað er eftir að byggingarreitur við Eyrargötu 5 verði stækkaður um 10m til suðausturs. Eigandi hefur áhuga á því að byggja við húsið.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið og vísar því áfram til skipulags- og umhverfisráðs.
15. ágúst 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 41. fundi hafna- og atvinnumálaráðs.
Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Óskað er eftir að byggingarreitur við Eyrargötu 5 verði stækkaður um 10m til suðausturs. Eigandi hefur áhuga á því að byggja við húsið.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti áformin.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að leggja fram frekari gögn um áform um skipulag á svæðinu.
17. október 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekin fyrir að nýju umsókn Aðalstrætis 73 ehf um breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Óskað er eftir að byggingarreitur við Eyrargötu 5 verði stækkaður um 10m til suðausturs. Eigandi hefur áhuga á því að byggja við húsið. Erindinu var frestað á 97. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar og byggingarreitur Eyrargötu 5 verði stækkaður um 9m til suðausturs, þá eru um 3m að lóðarmörkum.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.
9. febrúar 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir eftir auglýsingu óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um stækkun á byggingarreit á lóð Eyrargötu 5. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 23. janúar 2023 en engar athugasemdir bárust á kynningartímanum. 

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og bæjarstjórnar.
13. febrúar 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 103. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Tekin fyrir eftir auglýsingu óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um stækkun á byggingarreit á lóð Eyrargötu 5. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 23. janúar 2023 en engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti að tillagan fengi málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með skipulags- og umhverfisráði og leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. febrúar 2023 – Bæjarstjórn

Maggý Hjördís Keransdóttir óskaði eftir því að fá að víkja af fundi undir þessum lið. Það var samþykkt samhljóða og vék Maggý af fundi.

Tekin fyrir eftir auglýsingu óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um stækkun á byggingarreit á lóð Eyrargötu 5. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 23. janúar 2023 en engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beindi málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Maggý Hjördís Keransdóttir kom aftur inná fundinn.