Hoppa yfir valmynd

Brjánslækjarhöfn. Framkvæmdarleyfi, grjótgarður.

Málsnúmer 2208013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. ágúst 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Hafnasjóð Vesturbyggðar, dags. 12. Ágúst 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði fyrir smábátahöfn í Brjánslækjarhöfn. Útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lager samtals um 27.300m3, upppúrtekt og endurröðun um 1.200m3. Sprengt verður fyrir um 10.000m3 af grjóti úr námu E2, um 10.000m3 af malarefni verður fengið úr námu E3. Áætluð verklok eru 31. desember 2022.

Erindinu fylgir yfirlitsmynd sem sýnir hafnarsvæðið og garðinn. Leyfisbréf frá Umhverfisstofnun dags. 10. júní fyrir varpi í hafið. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 1. febrúar 2022, þar sem niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þá fylgir erindinu samþykki Ríkiseigna fyrir framkvæmdunum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfis nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykki ábúenda.




17. ágúst 2022 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi frá Hafnasjóð Vesturbyggðar, dags. 12. Ágúst 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði fyrir smábátahöfn í Brjánslækjarhöfn. Útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lager samtals um 27.300m3, upppúrtekt og endurröðun um 1.200m3. Sprengt verður fyrir um 10.000m3 af grjóti úr námu E2, um 10.000m3 af malarefni verður fengið úr námu E3. Áætluð verklok eru 31. desember 2022.

Erindinu fylgir yfirlitsmynd sem sýnir hafnarsvæðið og garðinn. Leyfisbréf frá Umhverfisstofnun dags. 10. júní fyrir varpi í hafið. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 1. febrúar 2022, þar sem niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þá fylgir erindinu samþykki Ríkiseigna fyrir framkvæmdunum.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 97. fundi sínum þar sem samþykkt var að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykki ábúenda.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um samþykki ábúenda.