Hoppa yfir valmynd

Skólamál á Barðaströnd - dagvistunarúrræði

Málsnúmer 2208015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. september 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lögð fyrir fyrirspurn Guðrúnar Eggertsdóttur dags. 12. ágúst 2022 þar sem spurt er um hvort að til standi að gera eitthvað frekar varðandi dagvistunar úrræði á Barðaströnd.

Auglýst hefur verið eftir dagforeldrum á Barðaströnd.
Dagforeldrum sem hyggjast starfa á Barðaströnd stendur til boða aðstaða án endurgjalds í húsnæði Birkimelsskóla og þá styrkir sveitarfélagið viðkomandi dagforeldri til að sækja nauðsynleg námskeið sem og unnt er að sækja um stuðningsstyrk skv. reglum Vesturbyggðar. Auglýsingarnar hafa til þessa ekki borið árangur.

Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til að auglýst verði eftir dagforeldrum á ný.