Hoppa yfir valmynd

Ósk um endurskoðun á sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 2208046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. september 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lögð fyrir fyrirspurn frá Lilju Sigurðardóttur dags. 30.ágúst 2022 um sumarlokun leikskóla.

Síðustu ár hefur sumarlokun verið rúllandi þrjú tímabil, og var það fyrirkomulag samþykkt til nokkurra ára en kominn er tími á að endurskoða það.

Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að senda út könnun til foreldra í samvinnu við skólastjórnendur til að kanna hug foreldra til sumarlokunar.

Niðurstöður könnunarinnar verði kynntar fyrir ráðinu þegar þær liggja fyrir.
6. febrúar 2023 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt sviðsstjóra lögðu fram minnisblað um fyrirkomulag sumarlokana í leikskólunum. Gerð var könnun meðal foreldra um vilja þeirra til sumarlokana. Niðurstaðan er að flestir foreldrar vilja tvö tímabil en ekki þrjú eins og hefur verið undanfarin ár. Með hliðsjón af minnisblaði og könnun meðal foreldra samþykkir fræðslu- og æskulýðsráð að sumarlokun verði framvegis tvö tímabil. Sumarið 2023 verður sumarlokun frá 14.júlí til 14.ágúst.

Samþykkt.