Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn vegna veglagningar í Litladal

Málsnúmer 2208048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. október 2022 – Bæjarráð

Lögð fyrir fyrirspurn Ingu Hlínar Valdimarsdóttur dags. 31. ágúst 2022 þar sem spurt er um veglagningu í Litladal Patreksfirði, jafnframt er í erindinu bent á formninjar sem raskast hafi við framkvæmdina.

Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir ábendinguna/fyrirspurnina, framkvæmdir hafi verið stöðvaðar í kjölfar ábendingarinnar af skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar með bréfi dags. 1.sept 2022. Minjavörður fór í úttekt á vettvangi þann 7.september að beiðni sveitarfélagsins þar sem teknar voru út fornleifar á svæðinu.
Niðurstaða minjavarðar var að ekki þyrfti að aðhafast frekar en gerði kröfu um að hin forna þjóðleið yrði mæld upp áður en framkvæmdir yrðu heimilaðar aftur.

Bæjarráð fer fram á við Skógræktarfélag Patreksfjarðar að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sem innifelur í sér skógrækt ásamt veglagningu. Samhliða umsókninni þarf að berast uppmæling af þjóðleiðinni.




18. október 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs nr. 948 þann 4. október 2022 þar sem lögð var fyrir fyrirspurn Ingu Hlínar Valdimarsdóttur um veglagningu í Litladal, Patreksfirði.