Hoppa yfir valmynd

Sameining bókasafna í Vesturbyggð

Málsnúmer 2209003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2022 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi frá forstöðumanni bókasafna Vesturbyggðar þar sem lagt er til að Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði og Bókasafnið Bíldudal verði formlega sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Bókasafnið verður áfram með útibú á Bíldudal og Patreksfirði en með sameiningu verður rekstur og utanumhald einfaldari. Nú þegar hefur útlánaþáttur bókasafnanna verið sameinaður sem gerir notendum kleift að fá safngögn að láni á hvoru safninu sem er, burtséð frá búsetu viðkomandi, og skila á hvoru safninu sem er.

Bæjarráð tekur vel í erindið og óskar eftir afstöðu menningar- og ferðamálaráðs til málsins.




13. september 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagt fyrir erindi frá forstöðumanni bókasafna Vesturbyggðar þar sem lagt er til að Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði og Bókasafnið Bíldudal verði formlega sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Bókasafnið verður áfram með útibú á Bíldudal og Patreksfirði en með sameiningu verður rekstur og utanumhald einfaldari. Nú þegar hefur útlánaþáttur bókasafnanna verið sameinaður sem gerir notendum kleift að fá safngögn að láni á hvoru safninu sem er, burtséð frá búsetu viðkomandi, og skila á hvoru safninu sem er.

Bæjarráð vísaði erindinu áfram til umsagnar menningar- ferðamálaráðs á 946. fundi sínum þann 13. september 2022.

Menningar- og ferðamálaráð tekur undir rök forstöðumanns og leggur til að bæjarstjórn Vesturbyggðar að bókasöfnin verði sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.




21. september 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fyrir erindi frá forstöðumanni bókasafna Vesturbyggðar þar sem lagt er til að Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði og Bókasafnið á Bíldudal verði formlega sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Bókasafnið verður áfram með útibú á Bíldudal og Patreksfirði en með sameiningu verður rekstur og utanumhald einfaldari. Nú þegar hefur útlánaþáttur bókasafnanna verið sameinaður sem gerir notendum kleift að fá safngögn að láni á hvoru safninu sem er, burtséð frá búsetu viðkomandi, og skila á hvoru safninu sem er.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 946. fundi sínum þar sem tekið var vel í erindið og óskað afstöðu menningar- og ferðamálaráðs. Menningar og ferðamálaráð tók málið fyrir á 23. fundi sínum þar sem tekið var undir rök forstöðumanns og lagt til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að bókasöfnin verði sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir og sameina Héraðsbóksafn V-Barðastrandarsýslu og Bóksafnið á Bíldudal undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.