Hoppa yfir valmynd

Umsókn um vinnubúðir, Borgarverk, Mikladal.

Málsnúmer 2209017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. september 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn Borgarverks, dagsett 9. september 2022 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir vinnubúðir vegna vegagerðar í Mikladal. Með umsókninni fylgir afstöðumynd, grunnmynd og útlit vinnubúða.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir ekki umbeðna staðsetningu þar sem ráðið telur vinnubúðirnar ekki samræmast annarri notkun svæðsins. Ráðið leggur til við Borgarverk að vinnubúðirnar verði settar upp á plani við gamla íþróttavöllinn í Mikladal á stöðuleyfi til 12 mánaða.