Hoppa yfir valmynd

Dalbraut 15. Umsókn um breytta aðkomu - bílastæði.

Málsnúmer 2209033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. september 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.

Erindi frá Matthíasi K. Guðmundssyni, dags. 13.09.2022. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að útbúa innkeyrslu að Dalbraut 15, Bíldudal. Erindinu fylgir teikning er sýnir aðkomuna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin með fyrirvara um samþykki lóðarhafa að Dalbraut 13. Breytingar á gangstétt verða á kostnað lóðarhafa og í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.