Hoppa yfir valmynd

Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. september 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni ásamt viðauka I og viðauka II sem innihalda erindsbréf fyrir valnefnd og upplýsingar um þóknun ráðsmanna.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarstjóra verði falið að vinna að framgangi málsins og í undirrita samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, fyrir hönd Vesturbyggðar, ásamt viðaukum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykktum sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs, og leggja þá fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Samþykkt samhljóða