Hoppa yfir valmynd

Skipan starfshóps um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum

Málsnúmer 2209052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. október 2022 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðnga, dags. 19. september 2022, sem barst Vesturbyggð 22. september sl, þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins á fulltrúa í starfshóp um samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum um velferðarþjónustu. Á 67. fjórðungsþingi Vestfirðinga var samþykkt að stofna starfshópinn.

Bæjarráð tilnefnir Svanhvíti Sjöfn Skjaldardóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar í starfshópinn.
17. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lögð fram fundargerð starfshóps um velferðarmál sem haldinn var 26. október sl., þar sem samþykkt með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna að óska eftir því að Fjórðungssamband Vestfirðinga gengi til samninga við KPMG til að kanna grundvöll fyrir, og eftir atvikum setja á fót, samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum undir heitinu "Velferðarþjónusta Vestfirðinga". Heildarkostnaður við verkið er 4,5-6 m.kr., skipt eftir íbúafjölda og er hlutur Vesturbyggðar því kr. 750-900 þ.kr. á árinu 2022.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna viðauka við fjárhagsáætlun og leggja til við bæjarstjórn að samþykkja þátttöku í verkefninu.
15. febrúar 2023 – Bæjarstjórn

Á 67. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var 8.-10. september sl. var ákveðið að skipa starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum vegna breytinga á lagaumhverfi í barnaverndarmálum og eru tillögur starfshópsins nú lagðar fyrir sveitarstjórnir á Vestfjörðum.

Til máls tóku: Forseti og SSS

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur vel í tillögu um að samningur verði gerður við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag vegna barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Bæjarstjórn telur að breytingin á starfseminni geti bætt þjónustu við íbúa og nýtt mannauð og fagþekkingu starfsfólks sveitarfélaganna betur. Bæjarstjórn leggur áherslu á að um mikilvæga þjónustu er að ræða í starfi sveitarfélaga og varðar íbúa sveitarfélagsins beint. Leiðandi sveitarfélag verður að geta þjónað íbúum vel á hagkvæman og skilvirkan hátt innan ramma laganna. Bæjarstjórn leggur áherslu á að verklag, verkferlar og umsýsla í tengslum við málaflokkana sé eins skýr og auðið er við upphaf þjónustunnar, sem og aðkoma aðildar sveitarfélaganna. Enn fremur telur bæjarstjórn mikilvægt að samningurinn milli sveitarfélaganna verði endurskoðaður innan árs frá gildistöku hans og að aðkoma allra aðildar sveitarfélaga verði tryggð að þeirri vinnu.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag. Með sérhæfðri velferðarþjónustu er átt við framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002 og þjónustu við fatlað fólk skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra er einnig falið að undirrita samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða

Málinu er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
7. mars 2023 – Bæjarráð

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var tekin fyrir tillaga um að gera samning við Ísafjarðarbæ sem leiðandi sveitarfélag í tilteknum verkefnum innan velferðarþjónustu sveitarfélaganna þar sem bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra var einnig falið að undirrita samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Umræður fóru fram um næstu skref í verkefninu um leiðandi sveitarfélag í velferðarþjónustu sveitarfélaganna. Tillagan verður tekin til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu verður bæjarstjóra falið að vinna að samningum við sveitarfélögin sem að verkefninu standa og breytingum á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og erindisbréfum nefnda Vesturbyggðar.
15. mars 2023 – Bæjarstjórn

Á 380. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar var tillaga um að samningur yrði gerður við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag vegna barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk tekið til fyrri umræðu og vísað til síðari umræðu.

Bæjarstjórn staðfestir eftirfarandi bókun frá 380. fundi bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur vel í tillögu um að samningur verði gerður við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag vegna barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Bæjarstjórn telur að breytingin á starfseminni geti bætt þjónustu við íbúa og nýtt mannauð og fagþekkingu starfsfólks sveitarfélaganna betur. Bæjarstjórn leggur áherslu á að um mikilvæga þjónustu er að ræða í starfi sveitarfélaga og varðar íbúa sveitarfélagsins beint. Leiðandi sveitarfélag verður að geta þjónað íbúum vel á hagkvæman og skilvirkan hátt innan ramma laganna. Bæjarstjórn gleggur áherslu á að verklag, verkferlar og umsýsla í tengslum við málaflokkana sé eins skýr og auðið er við upphaf þjónustunnar, sem og aðkoma aðildar sveitarfélaganna. Enn fremur telur bæjarstjórn mikilvægt að samningurinn milli sveitarfélaganna verði endurskoðaður innan árs frá gildistöku hans og að aðkoma allra aðildar sveitarfélaga verði tryggð að þeirri vinnu.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag. Með sérhæfðri velferðarþjónustu er átt við framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002 og þjónustu við fatlað fólk skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra er einnig falið að undirrita samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar."

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða.