Hoppa yfir valmynd

Bíldudalsskóli - húsnæði

Málsnúmer 2209057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. október 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu aðgerðir sem hafa verið gerðar eftir að það kom upp að húsnæði Bíldudalsskóla er ónothæft vegna myglu.




12. september 2023 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu mála við Bíldudalsskóla.




11. október 2022 – Bæjarráð

Vesturbyggð fékk Eflu verkfræðistofu til að taka út skólahúsnæði í sveitarfélaginu og voru niðurstöðurnar kynntar fyrir bæjarfulltrúum, bæjarstjóra og starfsfólki stjórnsýslu 16. september sl. Í kjölfar fundarins voru ræddar þær ráðstafanir sem að grípa þyrfti til. Í ljós kom töluverður raki og myglublettir á takmörkuðum svæðum í Bíldudalsskóla. Þau svæði sem mygla greindist á hafa ekki verið íverustaðir nemenda og hluti af þeim svæðum voru þegar lokaðar þegar rannsókn var gerð. Fundað var með skólastjóra Bíldudalsskóla og starfsfólki eftir að niðurstöður lágu fyrir. Starfsemin hefur verið flutt tímabundið í annað húsnæði og verið að vinna að því að gera aðstæðurnar viðunandi fyrir nemendur og starfsfólk. Fundur var haldinn með foreldrum og starfsfólki skólans í síðustu viku til að kynna niðurstöður og ræða næstu skref. Aðgerðaráætlun varðandi framtíðarhúsnæði skólastarfsins er í vinnslu. Bæjarráð vill þakka starfsfólki skólans og áhaldahúss, fyrir óeigingjarnt starf í þessum aðstæðum við flutninga og endurskipulagningu skólastarfs. Einnig ber að þakka foreldrum og nemendum Bíldudalsskóla fyrir skilninginn á aðstæðunum sem og eigendum þess húsnæðis sem skólastarf hefur nú hafið göngu sína í.

Niðurstöður úttektarinnar á Arakletti, Tjarnabrekku og Patreksskóla, leiddu ekki til jafn viðamikilla og brýnna aðgerða og í Bíldudalsskóla og hefur stjórnendum þeirra stofnana verið kynnt niðurstaðan. Unnið verður að úrbótum í samráði við Eflu verkfræðistofu.




12. desember 2022 – Bæjarráð

Kynnt er frumkostnaðaráætlun Eflu hf., verkfræðistofu, dags. 28. nóvember sl., á lagfæringum við Bíldudalsskóla, fullnaðar hönnun og útfærslu er ólokið. Endurbætur samkvæmt kostnaðarmatinu miðast í meginatriðum við óbreytta mynd húsnæðisins.

Bæjarráð þakkar framlagða kostnaðaráætlun sem er þáttur í því að sveitarfélagið geti tekið upplýsta ákvörðun um næstu skref í húsnæðismálum Bíldudalsskóla. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort núverandi skólahúsnæði verði endurbætt eða hvort ráðist verði í nýbyggingar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við Ofanflóðasjóð. Mikilvægt er að unnið sé hratt að málinu þannig að ákvörðun liggi fyrir eins fljótt og auðið er.




25. október 2023 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað dags. 23 október vegna fjárfestingaráætlunar í tenglsum við húsnæðismál Bíldudalsskóla.

Í minnisblaði er farið yfir þá tvo valkosti sem eru til staðar varðandi framtíðarskipulag Bíldudalsskóla a) Byggt verði nýtt húsnæði fyrir skólann eða B) Viðgerðir á Bíldudalsskóla við Dalbraut 2 og breytingar á húsnæðinu til að það uppfylli nútíma kennsluhætti

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að tillögu að nýbyggingu fyrir leik- og grunnskóla á Bíldudal (tillögu a) og gera tillögu að starfshóp sem vinna mun að endanlegri útfærslu. Fjármögnun vísað áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2024 - 2027.